Ferðamálastofa tekin til starfa
Ferðamálastofa tekur samkvæmt lögunum við öllum skuldbindingum og verkefnum skrifstofu Ferðamálaráðs. Þannig að engin núverandi verkefni falla niður eða eru færð annað. Ferðamálastofa mun því áfram sinna þeim verkefnum sem skrifstofur Ferðamálaráðs hafa sinnt gagnvart stjórnvöldum, greininni og innlendum og erlendum ferðamönnum.
Veigamiklir nýir málaflokkar bætast einnig við þau verkefni sem fyrir eru. Þar ber hæst leyfismál vegna ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og fleiri svo og öll stjórnsýsla því tengd. Þá mun Ferðamálastofa samkvæmt nýju lögunum sinna skráningu bókunarmiðstöðva og upplýsingamiðstöðva, sem verða nú skráningaskyldar í fyrsta sinn. Einnig er Ferðamálastofu falið með nýju lögunum það nýja verkefni að sjá um framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu.
Nánar