Ferðamannavegur á Snæfellsnesi
Ferðamálastofa hefur á síðustu misserum tekið þátt í verkefni tengdu hugmyndum um skilgreiningu og útfærslu ferðamannavega. Ákveðið var að vinna tilraunaverkefni á Snæfellsnesi og er skýrsla um það nú komin út.
Forsaga málsins er Vegagerðin hefur á síðustu árum tekið þátt í þróunarvinnu tengt hugmyndum um skilgreiningu og útfærslu ferðamannavegar. Meðal annars hefur verið horft til fyrirmynda erlendis og unnið var yfirlit um mögulega ferðamannavegi á hálendinu.
Þátttakendur í verkefninu nú voru Ferðamálastofa, Snæfellsbær, Vegagerðin og VSÓ Ráðgjöf sem hélt utan um verkefnið. Auk þess sem leitað var til Guðbjargar Gunnarsdóttur þjóðgarðsvarðar. Markmið verkefnisins var að prófa vinnuferil fyrir skipulagningu ferðamannavega og áhersla lögð á að móta aðferð sem mætti beita víðar á landinu við leiðarval og skipulag slíkra vega. Verkefnið tók á þáttum s.s leiðarvali, forsendugreiningar og tillögum að verkefnum sem þarf að fara í til þess að um sé að ræða ferðarmannaveg sem stendur undir skilgreiningu. Þrjár mögulegar leiðir á Snæfellsnesi voru skoðaðar og komist að þeirri niðurstöðu að vegurinn um Jökulháls og Eysteinsdal, út á Öndverðarnes félli best að hugmyndum og skilgreiningu ferðamannavegar.
- Skýrslan í heild:
Ferðamannavegur á Snæfellsnesi (PDF)