Fara í efni

Ferðamenn í október

Taln okt 2011
Taln okt 2011

Í nýliðnum októbermánuði fóru 38.836 erlendir ferðamenn úr landi um Leifsstöð samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða tæplega 5 þúsund fleiri en í október á síðasta ári.

Aukningin nemur 14% á milli ára. Um er að ræða fjölmennasta októbermánuð frá upphafi mælinga.  
 
Einstök markaðssvæði
N-Ameríkönum fjölgar líkt og aðra mánuði ársins verulega á milli ára eða um 41,1%. Bretum fjölgar um 17,7%, Mið- og S-Evrópubúum um 12,2% og ferðamönnum frá löndum sem eru flokkuð undir "Annað" um 11,4%. Norðurlandabúar eru hins vegar álíka margir og í fyrra.

Bretar og Bandaríkjamenn þriðjungur ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í október frá Bretlandi (19,8%) og Bandaríkjunum (14,3%). Ferðamenn frá Noregi (9,6%), Danmörku (8,9%), Svíþjóð (6,3%), Þýskalandi (5,7%) og Kanada (5,1%) fylgdu þar á eftir. Samanlagt voru þessar sjö þjóðir 70% ferðamanna í október.

Ferðamenn tæp hálf milljón það sem af er ári                                      
Það sem af er ári hafa 496.896 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð eða tæplega 78 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 18,5% á milli ára. N-Ameríkönum hefur fjölgað mest milli ára eða um 49,5%, Norðurlandabúum hefur fjölgað um 15%, Mið- og S-Evrópubúum um 13,8%, Bretum um 10,2% og ferðamönnum frá öðrum löndum um 13,1%.
 
Ferðir Íslendinga utan
Brottfarir Íslendinga voru 32.153 í október eða 6,3% fleiri en í fyrra þegar þær voru 30.252. Frá áramótum hafa 292.354 Íslendingar farið utan, 17,5% fleiri en á sama tímabili árinu áður þegar brottfarir mældust tæplega 249 þúsund.

Nánari niðurstöður má sjá í töflunum hér að neðan.

BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ
Október eftir þjóðernum Janúar - október eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%)
Bandaríkin 3.844 5.549 1.705 44,4   Bandaríkin 46.106 70.721 24.615 53,4
Bretland 6.545 7.703 1.158 17,7   Bretland 52.345 57.684 5.339 10,2
Danmörk 3.405 3.450 45 1,3   Danmörk 34.864 37.815 2.951 8,5
Finnland 1.053 779 -274 -26,0   Finnland 9.888 11.180 1.292 13,1
Frakkland 1.127 1.598 471 41,8   Frakkland 27.605 34.142 6.537 23,7
Holland 1.365 1.475 110 8,1   Holland 15.777 18.709 2.932 18,6
Ítalía 259 302 43 16,6   Ítalía 9.192 11.818 2.626 28,6
Japan 361 535 174 48,2   Japan 4.667 5.678 1.011 21,7
Kanada 1.505 1.999 494 32,8   Kanada 12.747 17.270 4.523 35,5
Kína 486 637 151 31,1   Kína 4.591 7.718 3.127 68,1
Noregur 3.577 3.747 170 4,8   Noregur 32.338 38.408 6.070 18,8
Pólland 801 633 -168 -21,0   Pólland 11.204 12.344 1.140 10,2