Ferðamenn í október
Í nýliðnum októbermánuði fóru 38.836 erlendir ferðamenn úr landi um Leifsstöð samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða tæplega 5 þúsund fleiri en í október á síðasta ári.
Aukningin nemur 14% á milli ára. Um er að ræða fjölmennasta októbermánuð frá upphafi mælinga.
Einstök markaðssvæði
N-Ameríkönum fjölgar líkt og aðra mánuði ársins verulega á milli ára eða um 41,1%. Bretum fjölgar um 17,7%, Mið- og S-Evrópubúum um 12,2% og ferðamönnum frá löndum sem eru flokkuð undir "Annað" um 11,4%. Norðurlandabúar eru hins vegar álíka margir og í fyrra.
Bretar og Bandaríkjamenn þriðjungur ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í október frá Bretlandi (19,8%) og Bandaríkjunum (14,3%). Ferðamenn frá Noregi (9,6%), Danmörku (8,9%), Svíþjóð (6,3%), Þýskalandi (5,7%) og Kanada (5,1%) fylgdu þar á eftir. Samanlagt voru þessar sjö þjóðir 70% ferðamanna í október.
Ferðamenn tæp hálf milljón það sem af er ári
Það sem af er ári hafa 496.896 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð eða tæplega 78 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 18,5% á milli ára. N-Ameríkönum hefur fjölgað mest milli ára eða um 49,5%, Norðurlandabúum hefur fjölgað um 15%, Mið- og S-Evrópubúum um 13,8%, Bretum um 10,2% og ferðamönnum frá öðrum löndum um 13,1%.
Ferðir Íslendinga utan
Brottfarir Íslendinga voru 32.153 í október eða 6,3% fleiri en í fyrra þegar þær voru 30.252. Frá áramótum hafa 292.354 Íslendingar farið utan, 17,5% fleiri en á sama tímabili árinu áður þegar brottfarir mældust tæplega 249 þúsund.
Nánari niðurstöður má sjá í töflunum hér að neðan.
BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ | ||||||||||
Október eftir þjóðernum | Janúar - október eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | 2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 3.844 | 5.549 | 1.705 | 44,4 | Bandaríkin | 46.106 | 70.721 | 24.615 | 53,4 | |
Bretland | 6.545 | 7.703 | 1.158 | 17,7 | Bretland | 52.345 | 57.684 | 5.339 | 10,2 | |
Danmörk | 3.405 | 3.450 | 45 | 1,3 | Danmörk | 34.864 | 37.815 | 2.951 | 8,5 | |
Finnland | 1.053 | 779 | -274 | -26,0 | Finnland | 9.888 | 11.180 | 1.292 | 13,1 | |
Frakkland | 1.127 | 1.598 | 471 | 41,8 | Frakkland | 27.605 | 34.142 | 6.537 | 23,7 | |
Holland | 1.365 | 1.475 | 110 | 8,1 | Holland | 15.777 | 18.709 | 2.932 | 18,6 | |
Ítalía | 259 | 302 | 43 | 16,6 | Ítalía | 9.192 | 11.818 | 2.626 | 28,6 | |
Japan | 361 | 535 | 174 | 48,2 | Japan | 4.667 | 5.678 | 1.011 | 21,7 | |
Kanada | 1.505 | 1.999 | 494 | 32,8 | Kanada | 12.747 | 17.270 | 4.523 | 35,5 | |
Kína | 486 | 637 | 151 | 31,1 | Kína | 4.591 | 7.718 | 3.127 | 68,1 | |
Noregur | 3.577 | 3.747 | 170 | 4,8 | Noregur | 32.338 | 38.408 | 6.070 | 18,8 | |
Pólland | 801 | 633 | -168 | -21,0 | Pólland | 11.204 | 12.344 | 1.140 | 10,2 |