Ferðamenn taldir á 24 áfangastöðum
Eftirspurn eftir rauntímagögnum um fjölda ferðamanna og dreifingu þeirra um landið hefur aukist töluvert á undanförnum árum. Því réðust Ferðamálastofa og Umhverfisstofnun í það samstarfsverkefni að fjölga áfangastöðum ferðamanna sem talið er á. Gögnin sem verða til munu nýtast við að meta álag ferðamanna á náttúru og innviði, ásamt því að meta dreifingu ferðamanna í rauntíma.
Áður en verkefnið hófst var talið á sex áfangastöðum en þegar því lýkur á vormánuðum næsta árs verður talið 24 áfangastöðum.
Fyrsta áfanga verkefnisins lauk nú um miðjan október með uppsetningu á teljurum við Hvítserk, Dynjanda, Súgandisey, Saxhól, Hraunfossum og Seltúni. Talning eru byrjuð að skila sér af fjórum áfangastöðum og bætast Dynjandi og Súgandisey við á næstu dögum.
Annar áfangi verkefnisins hefst í byrjun nóvember og verða þá teljarar settir upp við Dettifoss, Stuðlagil, Jökulsárlón, Skaftafell, Fjaðrárgljúfur, Reynisfjöru og í Reykjadal.
Þriðja áfanga verkefnisins er svo áætlað að ljúki á vormánuðum næsta árs en verða þá settir upp teljarar við Fimmvörðuháls, Laugveginn, Látrabjarg og Hveravelli.
Uppfærist daglega
Öll gögnin sem teljararnir safna uppfærast daglega í Mælaborði ferðaþjónustunnar og verður því hægt að fylgjast með umferð ferðamanna á áfangastöðum með mun nákvæmari hætti en hingað til.