Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll orðnir álíka margir og allt árið 2011
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 64.672 erlendir ferðamenn frá landinu í september síðastliðnum eða um þrettán þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011. Er þetta fjórði mánuðurinn á árinu þar sem aukningin fer yfir 20% milli ára.
40 þúsund fleiri ferðamenn á ellefu ára tímabili
Ferðamenn í september voru 25,4% fleiri en í september árið 2011. Þegar litið er til fjölda ferðamanna á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá að jafnaði 6,6% aukningu milli ára frá árinu 2002.
Bandaríkjamenn, Norðmenn, Þjóðverjar og Bretar nærri helmingur ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í september frá Bandaríkjunum (15,2%), Noregi (11,6%), Þýskalandi (9,9%) og Bretlandi (9,8%). Ferðamenn frá Danmörku (6,4%), Svíþjóð (6,4%) og Frakklandi (5,6%) fylgdu þar á eftir.
Af einstaka þjóðum fjölgaði Norðmönnum, Bretum, Bandaríkjamönnum, Frökkum og Japönum mest milli ára í september. Þannig komu um 2.200 fleiri Norðmenn í ár en í fyrra, 2.100 fleiri Bretar, 1.500 fleiri Bandaríkjamenn, 1.200 fleiri Frakkar og tæplega 1.200 fleiri Japanir.
Einstök markaðssvæð
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum í september. Mest er hún þó frá Bretlandi eða 50,7% og löndum sem eru flokkuð undir "Annað " eða 34,4%. Þar á eftir fylgja Norðurlöndin (25,6%), Mið- og Suður Evrópa (20,7%) og Norður Ameríka (13,3%).
Ferðamenn frá áramótum
Það sem af er ári hafa 536.957 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 78.897 fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 17,2% aukningu milli ára. Eru ferðamenn um Keflavíkurflugvöll það sem af er ári því orðnir álíka margir og allt árið 2011. Ferðamönnum hefur fjölgað verulega milli ára frá öllum mörkuðum. Þannig hefur Bretum fjölgað um 35,8%, N-Ameríkönum um 18,2%, Mið- og S-Evrópubúum um 12,4% og ferðamönnum sem eru flokkuð undið "Annað" um 23,2%. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 9,3%.
Ferðir Íslendinga utan
Um 32 þúsund Íslendingar fóru utan í september síðastliðnum, 4,9% fleiri en í september 2011. Frá áramótum hafa 275.217 Íslendingar farið utan, 5,8% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust um 260 þúsund.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar hér á vefnum.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is
September eftir þjóðernum | Janúar - september eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | 2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 8.272 | 9.820 | 1.548 | 18,7 | Bandaríkin | 65.172 | 79.088 | 13.916 | 21,4 | |
Bretland | 4.190 | 6.313 | 2.123 | 50,7 | Bretland | 49.981 | 67.855 | 17.874 | 35,8 | |
Danmörk | 3.894 | 4.138 | 244 | 6,3 | Danmörk | 34.365 | 34.361 | -4 | 0,0 | |
Finnland | 1.395 | 1.792 | 397 | 28,5 | Finnland | 10.401 | 11.354 | 953 | 9,2 | |
Frakkland | 2.403 | 3.646 | 1.243 | 51,7 | Frakkland | 32.544 | 37.767 | 5.223 | 16,0 | |
Holland | 2.026 | 2.045 | 19 | 0,9 | Holland | 17.234 | 18.510 | 1.276 | 7,4 | |
Ítalía | 796 | 950 | 154 | 19,3 | Ítalía | 11.516 | 12.725 | 1.209 | 10,5 | |
Japan | 645 | 1.812 | 1.167 | 180,9 | Japan | 5.143 | 7.595 | 2.452 | 47,7 | |
Kanada | 2.594 | 2.488 | -106 | -4,1 | Kanada | 15.271 | 16.026 | 755 | 4,9 | |
Kína | 1.115 | 1.651 | 536 | 48,1 | Kína | 7.081 | 11.165 | 4.084 | 57,7 | |
Noregur | 5.260 | 7.486 | 2.226 | 42,3 | Noregur | 34.661 | 41.473 | 6.812 | 19,7 | |
Pólland | 953 | 1.193 | 240 | 25,2 | Pólland | 11.711 | 12.179 | 468 | 4,0 | |
Rússland | 242 | 372 |
|