Ferðamönnum í júní fjölgaði um rúm 13%
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 74.325 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum júnímánuði eða tæplega níu þúsund fleiri en í júní á síðasta ári.
13,3% aukning milli ára
Ferðamenn í júní síðastliðnum voru 13,3% fleiri en í sama mánuði í fyrra en á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur verið með brottfarartalningar í Leifsstöð hefur aukningin í júní verið að jafnaði 9,0% milli ára.
Bandaríkjamenn og Þjóðverjar nærri þriðjungur ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júní frá Bandaríkjunum (19,2%) og Þýskalandi (13,0%) en þar á eftir komu ferðamenn frá Bretlandi (7,9%), Noregi (7,9%), Frakklandi (5,9%), Danmörku (5,6%) og Svíþjóð (5,4%). Samanlagt voru þessar sjö þjóðir tæplega tveir þriðju ferðamanna í júní.
Aukning frá öllum markaðssvæðum í júní
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá þeim öllum, hlutfallslega mesta frá Bretlandi (34,6%), N-Ameríku (20,3%) og löndum sem flokkuð eru undir annað (17,9%).
18,4% fleiri ferðamenn á fyrri helmingi ársins
Alls hafa 244.885 erlendir ferðamenn farið frá landinu á fyrri helmingi ársins eða 37.999 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli ára nemur 18,4%. Hlutfallsleg aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, langmest þó frá Bretlandi eða 42,6%, N-Ameríku (27,1%) og löndum sem flokkuð eru undir önnur svæði (21,8%). Hlutfallsleg aukning er heldur minni frá Mið- og S-Evrópu (7,2%) og Norðurlöndunum (6,0%).
Utanferðir Íslendinga
Rúmlega 1.900 fleiri Íslendingar fóru utan í júní ár en í sama mánuði í fyrra. Í júní í ár voru þeir 39.361 en í fyrra 37.438. Frá áramótum hafa 170.820 Íslendingar farið utan, um átta þúsund fleiri en á fyrri helmingi ársins 2011. Aukningin nemur 5,1% milli ára.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/ferðamannatalningar hér á vefnum.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is
Júní eftir þjóðernum | Janúar - júní eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | 2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 11.580 | 14.258 | 2.678 | 23,1 | Bandaríkin | 29.534 | 38.483 | 8.949 | 30,3 | |
Bretland | 4.360 | 5.878 | 1.518 | 34,8 | Bretland | 31.735 | 45.252 | 13.517 | 42,6 | |
Danmörk | 4.532 | 4.175 | -357 | -7,9 | Danmörk | 16.448 | 15.946 | -502 | -3,1 | |
Finnland | 1.467 | 1.969 | 502 | 34,2 | Finnland | 4.662 | 5.822 | 1.160 | 24,9 | |
Frakkland | 3.946 | 4.412 | 466 | 11,8 | Frakkland | 11.820 | 13.409 | 1.589 | 13,4 | |
Holland | 2.178 | 2.319 | 141 | 6,5 | Holland | 8.191 | 8.618 | 427 | 5,2 | |
Ítalía | 1.251 | 1.385 | 134 | 10,7 | Ítalía | 2.746 | 2.946 | 200 | 7,3 | |
Japan | 590 | 557 | -33 | -5,6 | Japan | 3.214 | 4.366 | 1.152 | 35,8 | |
Kanada | 2.513 | 2.698 | 185 | 7,4 | Kanada | 6.113 | 6.838 | 725 | 11,9 | |
Kína | 1.389 | 2.093 | 704 | 50,7 | Kína | 3.099 | 4.689 | 1.590 | 51,3 | |
Noregur | 5.294 | 5.850 | 556 | 10,5 | Noregur | 18.456 | 21.345 | 2.889 | 15,7 | |
Pólland | 2.136 | 2.313 | 177 | 8,3 | Pólland | 5.884 | 5.938 | 54 | 0,9 | |
Rússland | 254 |
|