Ferðasýningin "Hittumst"
Ferðasýningin "Hittumst" verður haldin föstudaginn 2. nóvember frá kl 14:00-18:00 að Radisson Hótel Sögu við Hagatorg. Hittumst er ætluð þeim sem tengjast ferðaþjónustu með einum öðrum hætti þar sem aðilar hittast og kynna vöru sína innbyrðis.
Í til kynningu frá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisns segir m.a.: "Stjórn FSH hvetur alla félagsmenn til að leggja sitt að mörkun til að efla tengingu milli ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu. Þessvegna viljum við leggja áherslu á að Hittumst er fyrir alla í fyrirtækinu og er frábært tækifæri fyrir starfsmenn hinna ýmsu fyrirtækja að hittast."
Opið verður fyrir almenning frá kl. 16:00-18:00.
Um kvöldið verður svo haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið verður upp á veitingar og skemmtun fram eftir kvöldi.
Kostnaðurinn er 10.000kr fyrir fyrirtæki sem eru skráð í ferðamálasamtökin en annars 15.000kr. Innifalið í þessu verði eru borð,stólar,dúkar og tveir miðar á kvöldskemmtunina. Ef fyrirtæki vill kaupa fleiri miða þá endilega látið vita.
Á uppskeruhátíðinni ætlum við að velja Fyndnasta atvikið og Flottustu auglýsinguna fyrir árið 2012 og eru félagsmenn beðnir um að taka þátt í því vali.
Netfang til skráningar : ferdamalasamtökin@gmail.com
Skráningu lýkur 25. október