Ferðatorg haldið í fjórða sinn
Á morgun, föstudaginn 1. apríl kl.16:00, verður Ferðatorgið 2005 formlega opnað í Vetrargarði Smáralindar og stendur fram á sunnudag. Ferðatorgið er nú haldið í fjórða sinn en að því standa Ferðamálasamtök Íslands.
Sýningin hefst með ávarpi Péturs Rafnssonar, formanns Ferðamálasamtaka Íslands og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra opnar síðan Ferðatorgið 2005. Þá er komið að útnefningu Ferðaútgáfu Heims á ferðafrömuði ársins. Þetta er í annað sinn sem Heimur stendur að útnefningunni en í fyrra var ?Galdramaðurinn? Jón Jónsson á Kirkjubóli á Ströndum fyrir valinu.
Fjölbreytt dagskrá frá öllum landshlutum
Innan Ferðamálasamtakanna eru átta landshlutafélög sem öll taka þátt í sýningunni. Ferðatorginu er ætlað að vera markaðstorg ferðaþjónustu á Íslandi þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta komið og kynnt sér þá fjölmörgu valmöguleika sem er að finna á ævintýralandinu Íslandi. Skipulög dagskrá verður meira og minna alla helgina og er um að ræða atriði sem að koma úr öllum héruðum landsins. Þar má m.a. nefna:
- Ferða-, gisti-, afþreyingar- og matarvinningar í boði alla helgina, m.a. ferðagetraun þar sem vinningar verða dregnir út á tíu mínútna fresti.
- Sprang að vestmanneyskum sið fyrir börn og fullorðna.
- Lifandi kanínur, 150 kg. rostungur, uppstoppaður selur.
- Íslenskir kylfingar kynna golfvelli landsins.
- Kaffihúsastemning, ásamt sandi, fjörugrjóti, rekavið, gítar- og munnhörpuspili...allt í bland!
- Sandurinn af Vestfjörðum verður boðinn upp á sunnudeginum og rennur ágóðinn til Barnaspítala Hringsins.
- Sýning ýmsum farartækjum þar sem m.a. verða fjórhjól, vélsleðar, kajakar, jeppar og snjóbílar.
- Myndasýning Ragnars Th. Sigurðssonar ? Ævintýralandið Ísland!
Ferðatorgið verður opnið á sama tíma og verslanir Smáralindar, þ.e.:
Föstudagur kl. 16:00-19:00
Laugardagur kl. 11:00-18:00
Sunnudagur kl. 13:00-18:00