Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri
Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur gefið út skýrsluna ?Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri?. Hún byggir á könnun sem gerð var til að sjá hver væri samsetning ferðamannanna yfir vetrartímann með áherslu á Norðurland sem áfangastað.
Könnunin var gerð í samvinnu við Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Akureyrarstofu, Sveitarfélagið Skagafjörð og Vetraríþróttamiðstöð Íslands.Í inngangi kemur fram að fáar rannsóknir hafa sérstaklega miðast við að kanna ferðavenjur Íslendinga að vetri til og einstök svæði hafa ekki verið skoðuð sérstaklega líkt hér var gerð. Könnunin er liður í stærri áætlun Rannsóknamiðstöðvarinnar um rannsóknir á ferðavenjum Íslendinga. ?Vinnan er unnin í samráði við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á svæðinu með það að markmiði að fá fram sjónarmið sem flestra svo að hægt verði að vinna með niðurstöðurnar í þeirra þágu,? segir í inngangi.
Helstu niðurstöður
Niðurstöðurnar sýna að áfangastaður rúmlega þriðjungs svarenda könnunarinnar í síðasta ferðalagi að vetrarlagi var Norðurland. Ætla má að flestar ferðir Íslendinga að vetri séu helgarferðir miðað við að flestir svarenda dvöldu 2-4 nætur í ferðalaginu. Frí og heimsóknir til vina og ættingja eru helstu ástæður ferðar en hið síðarnefnda var mjög áberandi í svörum þeirra sem fóru á Norðurland. Skíðaiðkun, veitingahús og leikhús standa upp úr sem nýttir afþreyingarmöguleikar á Norðurlandi. Meirihluti þeirra sem fóru norður dvaldi oftast á Akureyri og Eyjafirði. Meðalútgjöld íslenskra ferðamanna með Norðurland sem áfangastað vegna gistingar, fæðis og afþreyingu eru tæpar 30.000 krónur.
Skýrsluna, líkt og aðrar skýrslur sem Rannsóknamiðstöðin hefur gefið út að undanförnu, má nálgast í gagnabankanum hér á vefnum undir Útgefið efni.