Fimmtíu sækja um embætti ferðamálastjóra
06.12.2007
Höfuðstöðvar ferðamálaráðs
Fimmtíu umsóknir bárust um embætti ferðamálastjóra en umsóknarfrestur rann út í byrjun vikunnar. Í gær var listi yfir umsækjendur birtur á vef samgönguráðuneytisins. Þar kemur fram að farið verður yfir umsóknir næstu daga og vikur.
Eins og fram hefur komið verður ráðið í embætti ferðamálastjóra til fimm ára frá 1. janúar næstkomandi. Málefni ferðaþjónustunnar hafa heyrt undir samgönguráðuneytið en flytjast um áramótin til iðnaðarráðuneytis.
Umsækjendur í stafrófsröð eru:
- Andrés Zoran Ivanovic, ferðamálafulltrúi
- Arnar Már Ólafsson, ferðamálafræðingur
- Auður Inga Ólafsdóttir, kennari
- Auður Ólafsdóttir, skráarritari
- Áki Guðni Karlsson, markaðssérfræðingur
- Ársæll Harðarson, forstöðumaður
- Ásbjörn Björgvinsson, forstjóri
- Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi
- Bergný Jóna Sævarsdóttir, verkefnastjóri
- Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur
- Birna Lind Björnsdóttir, forstöðumaður
- Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri
- Bjarni Sigtryggsson, alþjóðatengsl
- Björn Sigurður Lárusson, framkvæmdastjóri
- Bryndís Garðarsdóttir, kennari
- Brynja Þorbjörnsdóttir, verkefnisstjóri
- Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri
- Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður
- Friðrik Ásmundsson Brekkan, fararstjóri
- Friðrik Haraldsson, ritstörf og þýðingar
- Guðrún H. Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri
- Guðrún Helga Jóhannsdóttir, MA nemi
- Halla María Halldórsdóttir, heimilisstörf
- Hlín Sigurbjörnsdóttir, MA Evrópufræðum
- Ingibjörg Björgvinsdóttir, aðstoðarmaður
- Jakob Þorsteinsson, sölustjóri
- Jón Gunnar Borgþórsson, framkvæmdastjóri
- Jón Ólafur Gestsson, hagfræðingur B.Sc.
- Jónatan Vernharðsson, tæknimaður
- Kristín Hafsteinsdóttir, lífeindafræðingur
- Lovísa Ólafsdóttir, MS nemi
- Magnús Ásgeirsson, aðstoðarforstjóri
- Ólafur Örn Haraldsson, fyrrv. forstjóri
- Ólöf Ýrr Atladóttir, framkvæmdastjóri
- Óskar Sævarsson, forstöðumaður
- Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri
- Sigríður Arna Arnþórsdóttir, ritstjóri
- Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
- Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri
- Silja Jóhannesdóttir, kennari
- Stefán Helgi Valsson. leiðsögumaður
- Steingerður Hreinsdóttir, ráðgjafi
- Súsanna Svavarsdóttir,
- Svanlaug Jóhannsdóttir, markaðsstjóri
- Tómas Þór Tómasson, ráðgjafi
- Unnur Elva Arnardóttir, viðskiptastjóri
- Unnur Svavarsdóttir, deildarstjóri
- Þorvaldur Daníelsson, ráðstefnustörf
- Þórdís Yngvadóttir, MBA
- Þórður B. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri