Fjárhagsáætlun Ferðamálaráðs 2004
29.01.2004
Á fundi Ferðamálaráðs í gær var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.
Fjárveiting Alþingis til reksturs og verkefna stofnunarinnar er um 250 milljónir króna. Til erlendrar starfsemi er varið um 105 milljónum króna, 50 milljónum til umhverfisverkefna og um 30 milljónum til upplýsingaverkefna, svo nokkrir liðir séu nefndir. Þá er 300 milljón króna fjárveiting til samgönguráðuneytis vegna markaðsverkefna í ferðaþjónustu notuð á vegum skrifstofa ráðsins þannig að velta stofnunarinnar á árinu er áætluð um 550 milljónir króna.