Fjöldi á ITB sem fyrr
16.03.2009
itb09_1
Hinni árlegu ITB ferðasýningu lauk í gær í Berlín en hún er ein sú stærsta í heimi. Sem fyrr var íslensk ferðaþjónusta kynnt með öflugum hætti og að þessu sinni voru 19 íslensk fyrirtæki meðal sýnenda.
Sýningin var nú haldin í 43. sinn og hefur Ferðamálastofa tekið þátt í henni nánast frá upphafi. Starfsfólk Ferðamálastofu í Frankfurt hafði veg og vanda að undirbúningi fyrir Íslands hönd og skipulagði þátttökuna. Þátttakendur frá um 180 löndum voru mættir til Berlínar, alls um 10 þúsund sýnendur, og því ljóst að samkeppnin um ná hylli ferðamanna var hörð. Aðstandendur sýningarinnar reiknuðu með um 170.000 sýningargestum, þar af um 100.000 fagaðilum. Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun sýningarinnar.