Fjöldi erlendra ferðamanna í september
Alls fóru 40.863 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í septembermánuði nýliðnum. Um er að ræða 3,8% færri brottfarir erlendra gesta en í sama mánuði árið 2009 en einungis tvívegis áður hafa þó ferðamenn verið fleiri í september, eða árin 2008 og 2009.
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun frá Norður Ameríku (+22,6%) og nokkra fjölgun frá löndum innan og utan Evrópu sem eru flokkuð saman undir ?Annað? (+7,1%). Bretum fækkar hins vegar umtalsvert eða um 22,6%, gestum frá Mið- og Suður Evrópu um 13,9% og Norðurlandabúum um 6,2%.
Frá áramótum hafa 385.100 erlendir gestir farið frá landinu eða 10.400 færri en á sama tímabili árið áður. Fækkunin nemur 2,6% milli ára. Fækkun hefur verið frá öllum mörkuðum nema Norður- Ameríku en þaðan hefur verið fjölgun upp á 13,5%.
Veruleg fjölgun er í brottförum Íslendinga í september en í ár fóru 27.808 Íslendingar frá landinu en í sama mánuði árinu áður fóru tæplega 22 þúsund úr landi. Fjölgunin nemur 28,2% milli ára. Frá áramótum hafa 24.500 fleiri Íslendingar farið utan í ár en á sama tímabili í fyrra.
September eftir þjóðernum | Janúar-september eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2009 | 2010 |
Fjöldi |
(%) |
2009 | 2010 |
Fjöldi |
(%) | |||
Bandaríkin | 4.721 | 5.629 | 908 | 19,2 | Bandaríkin | 37.061 | 42.262 | 5.201 | 14,0 | |
Bretland | 4.845 | 3.749 | -1.096 | -22,6 | Bretland | 46.810 | 45.800 | -1.010 | -2,2 | |
Danmörk | 3.451 | 3.602 | 151 | 4,4 | Danmörk | 34.312 | 31.459 | -2.853 | -8,3 | |
Finnland | 1.077 | 1.004 | -73 | -6,8 | Finnland | 9.756 | 8.835 | -921 | -9,4 | |
Frakkland | 2.249 | 1.728 | -521 | -23,2 | Frakkland | 26.445 | 26.478 | 33 | 0,1 | |
Holland | 1.837 | 1.440 | -397 | -21,6 | Holland | 16.257 | 14.412 | -1.845 | -11,3 | |
Ítalía | 817 | 542 | -275 | -33,7 | Ítalía | 11.976 | 8.933 | -3.043 | -25,4 | |
Japan | 591 | 419 | -172 | -29,1 | Japan | 5.549 | 4.306 | -1.243 | -22,4 | |
Kanada | 1.484 | 1.981 | 497 | 33,5 | Kanada | 10.090 | 11.242 | 1.152 | 11,4 | |
Kína | 599 | 624 | 25 |
|