Fjöldi ferðamanna á fyrsta ársfjórðungi
Nú liggja fyrir niðurstöður úr talningu Ferðamálaráðs á fjölda erlendra ferðamanna í nýliðnum marsmánuði. Jafnframt er þá hægt að sjá útkomu fyrsta ársfjórðungs 2004 og sýna þær tölur að erlendum ferðamönnum hingað til lands hefur fjölgað um 13,4% á tímabilinu.
Tölurnar sýna að ríflega 18.700 erlendir ferðamenn komu hingað til lands í mars síðastliðnum sem er aukning um rúmt 1% frá sama mánuði í fyrra. Sé litið á helstu markaðssvæði Íslands þá er samdráttur frá Bandaríkjunum og Bretlandi en aukning frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. Fyrir önnur lönd er varahugavert að draga of miklar ályktanir af einstökum breytingum þar sem ferðamenn frá hverju landi eru ekki það margir. Þó er ánægjulegt að sjá umtalsverða aukningu frá Japan.
Ánægjuleg aukning frá Norðurlöndunum
Séu tölur fyrir fyrsta ársfjórung skoðaðar kemur í ljós að aukning er frá öllum markaðssvæðum miðað við sama tímabil í fyrra. Samtals komu 50.083 ferðamenn í ár samanborið við 44.182 í fyrra "Mér finnst sérlega ánægjulegt að sjá umtalsverða aukningu frá Norðurlöndunum sem sýnir að við erum að ná góðum árangri þar. Jafnframt er Þýskalandsmarkaður að sýna verulega aukningu þessa fyrstu mánuði ársins og við erum einnig að fá talsvert fleiri ferðamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum, sem eru að skila okkur flestum ferðamönnum á þessum árstíma," segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamáalráðs.
Í töflunni hér að neðan má sjá samanburð á fjölda ferðamanna í mars og á fyrsta ársfjórðungi 2003 og 2004. Heildarniðurstöður úr talningum Ferðamálaráðs eru aðgengilegar í excel-skjali með því að smella hér.
Fjöldi ferðamanna í mars* | |||||
Þjóðerni | 2002 | 2003 | 2004 | Mism. 03-04 | % |
Bandaríkin | 4.238 | 2.969 | 2.796 | -173 | -5,8% |
Bretland | 3.401 | 3.812 | 3.551 | -261 | -6,8% |
Danmörk | 1.329 | 1.532 | 1.909 | 377 | 24,6% |
Finnland | 414 | 545 | 452 | -93 | -17,1% |
Frakkland | 660 | 1.072 | 814 | -258 | -24,1% |
Holland | 611 | 1.146 | 932 | -214 | -18,7% |
Ítalía | 102 | 159 | 188 | 29 | 18,2% |
Japan | 282 | 259 | 401 | 142 | 54,8% |
Kanada | 181 | 134 | 155 | 21 | 15,7% |
Noregur | 1.459 | 2.064 | 2.334 | 270 | 13,1% |
Spánn | 77 | 105 | 74 | -31 | -29,5% |
Sviss | 170 | 126 | 93 | -33 | -26,2% |
Svíþjóð | 1.241 | 2.004 | 1.837 | -167 | -8,3% |
Þýskaland | 1.264 | 1.001 | 1.246 | 245 | 24,5% |
Önnur þjóðerni | 1.221 | 1.609 | 1.960 | 351 | 21,8% |
Samtals | 16.650 | 18.537 | 18.742 | 205 | 1,1% |
Ísland | 16.650 | 19.537 | 22.219 | 2.579 | 13,1% |
Heimild: Ferðamálaráð Íslands, brottfarir erlendra farþega í Leifsstöð. | |||||
*Hér eru ekki taldir með farþegar Norrænu eða farþegar sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík. | |||||
Frá áramótum | |||||
2003 | 2004 | Aukn. | % | ||
Bandaríkin | 7.410 | 8.017 | 607 | 8,2% | |
Bretland | 10.344 | 10.721 | 377 | 3,6% | |
Danmörk | 3.212 | 4.643 | 1.431 | 44,6% | |
Finnland | 1.029 | 1.053 | 24 | 2,3% | |
Frakkland | 2.115 | 2.406 | 291 | 13,8% | |
Holland | 1.898 | 1.860 | -38 | -2,0% | |
Ítalía | 489 | 611 | 122 | 24,9% | |
Japan | 882 | 1.489 | 607 | 68,8% | |
Kanada | 352 | 401 | 49 | 13,9% | |
Noregur | 4.755 | 5.782 | 1.027 | 21,6% | |
Spánn | 295 | 349 | 54 | 18,3% | |
Sviss | 301 | 383 | 82 | 27,2% | |
Svíþjóð | 4.194 | 4.429 | 235 | 5,6% | |
Þýskaland | 2.468 | 3.061 | 593 | 24,0% | |
Önnur þjóðerni | 4.438 | 4.878 | 440 | 9,9% | |
Samtals | 44.182 | 50.083 | 5.901 | 13,4% | |