Fjöldi ferðamanna í nóvember
Alls fóru 24.376 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði eða um 13,5% færri gestir en í nóvember árinu áður. Fækkunin nemur 3.300 gestum.
Svipaður fjöldi kemur frá Bretlandi og löndum Mið- og Suður Evrópu, fjölgun er frá N-Ameríku en fækkun frá Norðurlöndunum og fjarmörkuðum og öðrum löndum Evrópu en þeim sem talningar Ferðamálastofu ná yfir.
Ferðum Íslendinga fjölgar í nóvember
Ferðum Íslendinga fjölgar hins vegar nokkuð eða um 15,5% frá því í nóvember á síðasta ári. Í nóvember nýliðnum fór 19.521 Íslendingur utan en á árinu 2008 fóru 16.899 utan. Það sem af er árinu hefur orðið 39% fækkun í ferðum Íslendinga utan í samanburði við sama tímabil á árinu 2008.
Alls hafa 450.650 erlendir gestir farið frá landinu það sem af er árinu samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða 3.600 færri en á sama tímabili í fyrra. Fækkunin er þó innan við 1% milli ára. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu eftir þjóðerni og markaðssvæðum.
Nóvember eftir þjóðernum | Janúar-nóvember eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2008 | 2009 | Fjöldi | (%) | 2008 | 2009 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 2.042 | 2.404 | 362 | 17,7 | Bandaríkin | 38.787 | 42.411 | 3.624 | 9,3 | |
Bretland | 4.957 | 5.017 | 60 | 1,2 | Bretland | 66.429 | 57.915 | -8.514 | -12,8 | |
Danmörk | 2.391 | 1.640 | -751 | -31,4 | Danmörk | 39.157 | 38.976 | -181 | -0,5 | |
Finnland | 468 | 399 | -69 | -14,7 | Finnland | 10.462 | 11.318 | 856 | 8,2 | |
Frakkland | 804 | 746 | -58 | -7,2 | Frakkland | 25.382 | 28.080 | 2.698 | 10,6 | |
Holland | 895 | 943 | 48 | 5,4 | Holland | 18.068 | 18.512 | 444 | 2,5 | |
Ítalía | 183 | 197 | 14 | 7,7 | Ítalía | 9.924 | 12.448 | 2.524 | 25,4 | |
Japan | 468 | 457 | -11 | -2,4 | Japan | 6.006 | 6.497 | 491 | 8,2 | |
Kanada | 225 | 223 | -2 | -0,9 | Kanada | 10.377 | 10.871 | 494 | 4,8 | |
Kína | 359 |
|