Fjölgun farþega 3,5% á fyrsta ársfjórðungi
05.04.2006
Flugstöð
Tæplega 125 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum, það er á fyrsta ársfjórðungi, nemur fjölgun farþega 3,5% á milli ára. Að "transit-farþegum" slepptum er fjölgunin um 8,3%.
Farþegar á leið frá landinu voru 50.700 í mars síðastliðnum, fjölgaði um 1,5% á milli ára. Á leið til landsins voru 53.600 farþegar og fjölgaði þeim um 1% miðað við mars í fyrra. Áfram- og skiptifarþegum fækkar hins vegar á milli ára. Frá áramótum hafa 267.700 farþegar farið um völlinn á leið til og frá landinu sem er sem fyrr segir 8,3% fjölgun á milli ára.
Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.