Fjölgun ferðamanna frá áramótum
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 3,8% fyrstu tvo mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Í ár voru ferðamennirnir 30.276 en 29.175 fyrstu tvo mánuði ársins 2005.
Fjölgunin átti sér öll stað í janúar en hins vegar fækkaði ferðamönnum um 1,7% í febrúar, miðað við febrúar 2005. Sé litið á tölur frá helstu markaðssvæðum frá áramótum vekur athygli góð fjölgun frá Bandaríkjunum, rúm 12,3%. Einnig er fjölgun frá Mið-Evrópu, 5,6% en hins vegar er fækkun í hópi Breta og Norðurlandabúa sé miðað við árið í fyrra. Varast ber þó að draga af miklar ályktanir af breytingum einstakra landa þar sem aðeins tveir mánuður eru liðnir af árinu.
Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni fyrstu tvo mánuði ársins og samanburð við árið 2005. Heildarniðurstöður má finna hér á vefnum undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna
Frá áramótum | ||||
2005 | 2006 | Mism. | % | |
Bandaríkin | 4.691 | 5.302 | 611 | 13,0% |
Bretland | 7.404 | 7.117 | -287 | -3,9% |
Danmörk | 2.634 | 2.834 | 200 | 7,6% |
Finnland | 386 | 471 | 85 | 22,0% |
Frakkland | 1.249 | 1.436 | 187 | 15,0% |
Holland | 876 | 936 | 60 | 6,8% |
Ítalía | 379 | 301 | -78 | -20,6% |
Japan | 1.058 | 1.243 | 185 | 17,5% |
Kanada | 258 | 258 | 0 | 0,0% |
Noregur | 2.769 | 2.393 | -376 | -13,6% |
Spánn | 202 | 283 | 81 | 40,1% |
Sviss | 418 | 200 | -218 | -52,2% |
Svíþjóð | 2.018 | 1.710 | -308 | -15,3% |
Þýskaland | 1.763 | 2.003 | 240 | 13,6% |
Önnur þjóðerni | 3.070 | 3.789 | 719 | 23,4% |
Samtals: | 29.175 | 30.276 | 1.101 | 3,8% |