Fjölgun frá flestum mörkuðum í mars
Tæplega 24 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í marsmánuði síðastliðnum. Í sama mánuði á árinu 2008 voru þeir næstum tvö þúsund fleiri en þó ber að horfa til þess að fjölgun er frá nær öllum markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu.
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá fjölgun frá öllum mörkuðum í marsmánuði nema Bretlandi og "öðrum mörkuðum" en til þeirra teljast A.-Evrópulönd og fjarmarkaðir utan Evrópu og N.-Ameríku. Mestu munar um fækkun Pólverja en 67% færri Pólverjar fóru frá landinu í marsmánuði í ár en árið 2008. Má leiða líkum að því að þar sé erlent vinnuafl í miklum meirihluta. N.-Ameríkönum fjölgar verulega eða um 24%, Norðurlandabúum um 6% og gestum frá Mið- og S-Evrópu um 3% en nánari skiptingu gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan.
Frá áramótum hafa 62 þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða um 6% færri en árinu áður. Meira en helmingsfækkun (54,4%) er í brottförum Íslendinga í mars, voru 17.600 talsins í mars 2009 en árinu áður voru þeir tæplega 39 þúsund. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fækkað milli ára um helming eða 50 þúsund.
Mars eftir þjóðernum | Janúar-mars eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára |
Breyting milli ára | |||||||||
2008 | 2009 |
Fjöldi |
(%) |
2008 | 2009 |
Fjöldi |
(%) | |||
Bandaríkin |
2.112 |
2.693 |
581 |
27,5 | Bandaríkin | 5.744 | 6.835 |
1.091 |
19,0 | |
Kanada |
210 |
195 |
-15 |
-7,1 | Kanada | 751 | 537 | -214 | 28,5 | |
Bretland |
5.703 |
5.197 |
-506 |
-8,9 | Bretland | 15.372 | 13.943 | -1.429 | -9,3 | |
Noregur |
1.994 |
2.383 |
389 |
19,5 | Noregur | 5.561 | 5.560 | -1 | 0,0 | |
Danmörk |
2.307 |
2.460 |
153 |
6,6 | Danmörk | 6.010 | 6.255 | 245 | 4,1 | |
Svíþjóð |
1.570 |
1.720 |
150 |
9,6 | Svíþjóð | 4.582 | 4.326 | -256 | -5,6 | |
Finnland |
711 |
421 |
-290 |
-40,8 | Finnland | 1.585 | 1.059 | -526 | -33,2 | |
Þýskaland |
1.568 |
1.778 |
210 |
13,4 | Þýskaland | 3.824 | 4.472 | 648 | 16,9 | |
Holland |
1.075 |
1.158 |
83 |
7,7 | Holland | 2.303 | 2.397 | 94 | 4,1 | |
Frakkland |
1.093 |
1.070 |
-23 |
-2,1 | Frakkland | 3.207 | 2.802 | -405 | -12,6 | |
Sviss |
98 |
114 |
16 |