Fjölgun gistinátta í nóvember
Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 50 þúsund en voru 46 þúsund í sama mánuði árið 2002, samkvæmt gistináttatalningu Hagstofunnar. Þetta er fjölgun um tæp 9%.
Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og Austurlandi. Mest fjölgaði gistinóttum á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum, en þar fór fjöldinn úr 3.100 í 4.300 á milli ára (35%). Á Norðurlandi voru gistinæturnar 3.100 í nóvember síðastliðnum en voru 2.600 árið á undan, sem er um 19% aukning. Á höfuðborgarsvæðinu var fjölgun gistinátta á hótelum í nóvember um 10%. Þar fór gistináttafjöldinn úr 35 þúsundum í 38 þúsund á milli ára. Gistinætur á Suðurlandi fóru úr 4.200 í 3.700 og fækkaði þar með um 11%. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum um 20% í nóvember, fóru úr 900 í 700 á milli ára. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.
Nánar á vef Hagstofunnar