Fjölgun styrkumsókna til úrbóta á ferðamannastöðum
Síðastliðinn föstudag rann út skilafrestur vegna umsókna um styrki til úrbóta í umhverfismálum 2010. Umsóknir þetta árið voru 251 sem er um 17% aukning frá því í fyrra.
Heildarupphæð styrkumsókna 457 milljónir
?Það er ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga og vilja til að bæta aðstöðu og umhverfi ferðamannastaða vítt og breitt um landið. Þá er augljóst að metnaðurinn við gerð umsókna fer vaxandi sem er einnig fagnaðarefni. Heildarupphæð styrkumsókna fyrir árið 2010 var um 457 milljónir króna. Líkt og fyrri ár er þetta mun hærri ummhæð en er til ráðstöfunar þannig að val um styrkveitingar verður hvorki létt né sársaukalaust,? segir Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri Ferðamálastofu.
Næstu skref eru þau að nú mun fara fram vinna við flokkun og úrvinnslu umsókna. Ef þörf krefur verður óskað eftir frekari upplýsingum og verða umsækjendur þá að vera fljótir til að svara. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir um val verkefna og styrkþega í kringum 20. febrúar næstkomandi.