Fjölmenni á Mannamóti 2014
23.01.2014
Eyrún Björnsdóttir og Ásdís Erla Jóhannesdóttir glaðbeittar að venju.
Í dag gengust markaðsstofur landshlutanna fyrir viðburðinum Mannamót 2014. Tilgangurinn var að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu.
Vel lukkað
Mannmót 2014 voru haldin í flugskýli flugfélagsins Ernis við Reykjavíkurflugvöll. Er óhætt að segja að vel hafi tekist til en stöðugur straumur fólks var allan tímann og stundum þröng á þingi. Hugmyndin var að hjálpa til við að mynda tengsl á milli fyrirtækja og gefa fyrirtækjum stórum sem smáum möguleika á að kynna starfsemi sína og afla upplýsinga um það sem landshlutarnir hafa uppá að bjóða.
Myndir frá deginum eru á Facebook síðu Ferðamálastofu