Fara í efni

Fjölsótt ráðstefna um ímynd Norðurlands

Ímynd Norðurlands
Ímynd Norðurlands

Ímynd Norðurlands var yfirskrift ráðstefnu og vinnufundar sem haldin var í Hofi á Akureyri sl. mánudag. Tæplega 200 manns sátu ráðstefnuna og um 90 manns tóku þátt í hópavinnu eftir að henni lauk. Flestir þátttakendurnir tengdust ferðaþjónustunni en einnig tóku þátt sveitarstjórnarmenn, fólk úr háskólasamfélaginu og fleiri.
 
Megin tilgangur og markmið ráðstefnunnar var að ræða, skoða og skilgreina ímynd Norðurlands, kalla eftir nýjum hugmyndum og áherslum í markaðssetningu svæðisins með þátttöku ráðstefnugesta. Það var Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi sem stóð fyrir ráðstefnunni.

Nokkrar myndir frá ráðstefnunni