Flestar leiðir á hálendinu opnar
04.07.2008
Herðubreið
Flestar leiðir á hálendinu hafa nú verið opnaðar fyrir umferð, nú síðast Sprengisandur og Fjallabaksleið syðri. Vegna aurbleytu og hættu á skemmdum er allur akstur enn bannaður á Dyngjuleið (milli Sprengisands og Öskju), á Stórasandi og inn í Þjófadali.
Nýtt kort alla fimmtudaga
Vegagerðin gefur vikulega út kort yfir ástand fjallvega í byrjun sumars og kemur nýtt kort út vikulega, á fimmtudögum, fram eftir sumri á meðan einhverjir vegir eru lokaðir. Þessum kortum er meðal annars dreift til ferðaþjónustuaðila, á bensínstöðvar og víðar. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að fylgjast nánar með ástandi fjallavega.