Fara í efni

Flug til Nuuk vegna Vestnorden í haust

Mynd af vef Flugfélags Íslands
Mynd af vef Flugfélags Íslands

Hin árlega Vestnorden ferðakaupstefna verður haldin í Nuuk á Grænlandi dagana 21.-22. september 2013. Þeim íslensku ferðaþjónustuaðilum sem hug hafa á þátttöku er bennt á að Flugfélag Íslands er búið að setja upp áætlunarflug og aukaflug vegna kaupstefnunnar.

Flugin eru eftirfarandi:

19.09.2013 // Áætlunarflug
NY-407 Brottför frá RKV 12:30 (Lending í GOH 13:50 að staðartíma).

20.09.2013 // Aukaflug
NY-1421 Brottför frá RKV 12:30 (Lending í GOH 13:50 að staðartíma).

23.09.2013 // Áætlunarflug og aukaflug
NY-408 Brottför frá GOH 14:35 (staðartími). Lending í RKV 19:55
NY-1422 Brottför frá GOH 15:05 (staðartími). Lending í RKV 20:25

Fargjald

Flugfélag Íslands hefur sett upp sérstakt tilboðsfargjald fyrir ferðaþjónustuna vegna Vestnorden í Nuuk. Það er eftirfarandi:

RKV-GOH 30.500 + 5.240 skattur = 35.740
GOH-RKV 30.500 + 15.950 skattur = 46.450
Samtals r/t = 82.190 ISK incl. tax

Fargjaldið er einungis í boði á vélunum hér að ofan. Þetta tilboðsfargjald bókast eingöngu í gegnum tölvupóst til ferðaþjónustudeildar FÍ : res@flugfelag.is

Flug innanlands

Þeir ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að fljúga innanlands í tengslum við Vestnorden stendur eftirfarandi til boða. Verð er aðra leiðina með sköttum:

Akureyri 12.500
Egilsstaðir 14.200
Ísafjörður 12.500

Því fyrr sem farþegar bóka flugið því betra. Þá er hægt að gera sér fyrr grein fyrir eftirspurn og setja inn aukavélar ef þörf er á. Ef bókanir koma seint inn og vélar fyllast þá gæti verið erfitt að bæta við aukavélum.