Fara í efni

Flugfélag Íslands til liðs við VAKANN

Vakinn - flugfélag íslands
Vakinn - flugfélag íslands

Fyrir helgina bættist við fimmta fyrirtækið í hóp fullgildra þátttakenda VAKANS, gæða og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar en þá lauk Flugfélag Íslands umsóknarferlinu með glæsibrag. Fyrirtækið hlaut einnig gullmerki VAKANS í umhverfiskerfinu.

Hentar jafnt stórum sem smáum
“Við bjóðum að sjálfsögðu Flugfélagið velkomið í hópinn og mjög ánægjulegt að fátt eitt öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins til liðs við VAKANN. Einn af kostum VAKANS er einmitt að kerfið hentar öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum,” segir Áslaug Briem, gæðafulltrúi VAKANS.

Fleiri fyrirtæki á lokasprettinum
Alls hafa 65 fyrirtæki sótt um þátttöku í VAKANUM, af þeim eru fimm fyrirtæki sem hafa lokið ferlinu og eru fullgildir þátttakendur í VAKANUM. Auk Flugfélags Íslands eru þetta Elding hvalaskoðun, Bílaleiga Akureyrar - Höldur, Iceland Excursions- Allrahanda og Atlantic ferðaskrifstofa. Samtals 47 fyrirtæki til viðbótar eru í úttektarferli og nokkur þeirra eru á lokasprettinum. Sjá má lista yfir nöfn þessara fyrirtækja inn á heimasíðu VAKANS www.vakinn.is

Mynd:
Frá vinstri: Gunnlaug D. Pálsdóttir, Sharon Jeannine Kerr og Árni Gunnarsson frá Flugfélagi Íslands, með þeim Áslaugu Briem og Elíasi Gíslasyni frá Ferðamálastofu.