Forskráning (e. Early-Bird Fee) á Vestnorden 2023
Vestnorden ferðakaupstefnan fer fram í Reykjavík dagana 17. og 18. október 2023 þar sem koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Ferðakaupstefnuna sækja ferðaheildsalar víðsvegar að úr heiminum.
Vestnorden verður með öðru sniði í ár en undanfarin ár en helstu breytingar eru á fundarsvæði þar sem ekki verða básar líkt og áður og einnig verður kynnt til leiks í fyrsta skipti sérstakt upplifunarsvæði. Áherslan verður, líkt og áður, á fyrirframbókaða fundi milli seljenda og kaupenda.
Fundarsvæði
Á Vestnorden 2023 verða sett upp þrjú landasvæði þar sem fundir fara fram og munu söluaðilar fá til yfirráða borð og stóla inni á sínu svæði, merkt viðkomandi fyrirtæki. Með þessari breytingu erum við að hverfa frá básauppstillingu sem áður hefur einkennt kaupstefnuna og færa okkur í átt að umhverfisvænni kaupstefnu og draga þannig úr kolefnisspori.
Upplifunarsvæði „Show Room“
Á opnum svæðum kaupstefnunnar verða sett upp sýningarsvæði þar sem þátttökufyrirtæki eiga kost á því að veita kaupendum aukna upplifun á sinni vöru/þjónustu. Hverjum aðila er frjálst að setja svæðið upp með þeim hætti sem hentar (leikmunir, skjáir, matarkynningar, kynning á ákveðnum vörum o.sv.frv) og auka þannig við upplifun kaupenda. Athugið að ekki er rukkað fyrir óskir um sýningarsvæði við skráningu. Frekari upplýsingar er að finna undir "suppliers" á heimasíðu Vestnorden.
Verð fyrir þátttöku fram til 25. júlí (forskráning):
Fundarborð + 1 – Forskráning EUR 2290
Fundarborð + 2 – Forskráning EUR 2680
Fundarborð + 3 – Forksráning EUR 3330
Fundarborð + 4 – Forskráning EUR 3900
Allar upplýsingar er að finna á vefsíðu Vestnorden 2023