Fræðslufundur vegna árlegs endurmats tryggingafjárhæða
Nú líður að skilum á gögnum vegna árlegs endurmats fjárhæða trygginga hjá ferðaskrifstofum en frestur vegna þeirra er 1. apríl ár hvert. Af því tilefni býður Ferðamálastofa ferðaskrifstofum upp á opinn fræðslufund á Facebook þriðjudaginn 5. mars kl. 10:00
Áætlað er að fundurinn standi í rúmlega 1 klst.
Farið verður yfir eftirfarandi:
- Grunntryggingafjárhæð og eðli hennar
- Hvernig reikna á meðalfjölda daga frá fullnaðargreiðslu þar til ferð hefst (N- gildi)
- Hvernig reikna á meðallengd ferða í dögum (d)
- Hvaða velta er tryggingaskyld?
- Hver ber tryggingaskyldu?
- Sölu þjónustuþátta B2B
- Ferðir sem tryggðar eru af öðrum (hvernig skal færa þær inn).
- Hvernig skal færa tekjur og gjöld í bókhald félagsins vegna ferða sem búið er að greiða en ekki búið að framkvæma.
- Skráning upplýsinga í vefgátt Ferðamálastofu.
- Upplýsingar um leyfishafa
- Bókhaldsupplýsingar
- Skráning rauntalna og áætlunar
- Seljendur sem eru tryggingaskyldir vegna pakkaferða leyfishafa
- Fylgigögn
- Skilum lokið
Starfsfólk Ferðamálastofu þakkar góða þátttöku í könnun á fræðsluþörf vegna árlegs endurmats. Vegna mikils áhuga á fræðslu var ákveðið að senda fræðslufundinn út á Facebook til að gefa sem flestum kost á þátttöku.
Við hvetjum aðila til að senda spurningar tengdar efni fræðslufundarins á netfangið arlegskil@ferdamalastofa.is fyrir mánudag 4. mars og verður leitast við að svara þeim í tengslum við fyrirlesturinn. Einnig verður leitast við að svara þeim spurningum sem kunna að vera bornar upp í Facebook-spjalli á fundinum.