Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2019
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 28. október næstkomandi.
Hvað er styrkhæft?
Framkvæmdasjóðurinn styrkir verkefni á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga jafnt sem einkaaðila sem uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum:
a) Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru
b) Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og náttúruvernd
c) Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna verkefna sem eru styrkhæf skv. liðum 1 eða 2
Gæði umsókna
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þær reglur sem um sjóðinn gilda og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Umsækjendum er bent á að kynna sér nýtt gæðamatsblað sjóðsins og reglugerð um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða hér á vefnum undir www.ferdamalastofa.is/umsoknir.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita umsækjendum leiðbeiningar við undirbúning og gerð umsókna þar til auglýstum umsóknarfresti lýkur.
Hvar ber að sækja um?
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum Þjónustugátt Ferðamálastofu sem aðgengileg er á www.ferdamalastofa.is/umsoknir og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um umsóknaferlið.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er frá og með 1.október til miðnættis 28. október 2018. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.