Framkvæmdir á fjölsóttum ferðamannastöðum 2001.
Ferðamálaráð Íslands hefur á þessu ári unnið að framkvæmdum víða um land. Stærstu framkvæmdir ársins eru við Gullfoss, Öskju og Hengifoss.
Við Gullfoss er verið að bæta göngustíga á neðra svæðinu auk þess sem bílastæðið verður endurnýjað samhliða endurbyggingu vegarins á milli Gullfoss og Geysis. Við Hengifoss hafa göngustígar verið byggðir, skilti sett upp og bílastæði verður klárað nú í haust í tengslum við vegagerð á Fljótsdal.
Lokið er uppsetningu vatnssalerna við Öskju í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar auk þess sem Ferðamálaráð sá um uppsetningu þurrsalerna við Vikraborgir.
Þá hefur Ferðamálaráð komið að ýmsum smærri og stærri verkefnum víða um land, ýmist að öllu leyti eða í samstarfi við aðra.
Alls mun Ferðamálaráð Íslands veita um 46 milljónum til umhverfisverkefna á þessu ári 2001.
Hjalti Finnsson, sept.2001