Fara í efni

Fréttamannasetur opnað á Reykjavik Natura Hótel

Ferðamálastofa ásamt Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Íslandsstofu, Safetravel og Áfangastofu Reykjaness hafa opnað fréttamannasetur fyrir erlend fjölmiðlateymi. Fréttamannasetrið er staðsett á Hotel Reykjavik Natura og verður að öllu jöfnu opið á milli 09:00 og 17:00 á meðan þess er þörf. Í fréttamannasetrinu fá fjölmiðlateymi vinnuaðstöðu, aðgang að réttum upplýsingum ásamt kaffiaðstöðu. Þá stendur til að boðið veði, reglulega, upp á fundi með sérfræðingum á staðnum.

Mikill áhugi hefur verið frá erlendum fjölmiðlum á atburðum dagsins. Samkvæmt Íslandsstofu voru um 10.000 fréttir birtar af atburðinum í erlendum fjölmiðlum síðastliðinn sólarhring. Gera má ráð fyrir dvínandi áhuga eftir því sem gosið minkar i styrk. Svo virðist sem að fréttaflutningur af gosinu hafi að mestu verið réttur og í tengslum við raunveruleikann.

Um það bil 25 fréttateymi hafa verið i sambandi við press@itb.is og eru flest þeirra komin til landsins. Þá er enþá von á fleiri teymum. Ferðamálastofa vaktar netfangið press@itb.is sem er ætlað fyrir beiðnir frá erlendum fjölmiðlum.

Ferðamálastofa hefur óskað eftir því við Aðgerðastjórn að skilgreint sé betur hvar lokanir séu staðsettar og þá hefur verið kallað eftir því að opnað verði fyrir áfangastaði
á Reykjanesi sem ekki eru innan skilgreinds lokunar eða hættusvæðis. Lokanir verða endurskoðaðar í kjölfarið.

Frekari upplýsingar veitir Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum, í dagbjartur@ferdamalastofa.is eða 6599099

 

Mynd: Þráinn Kolbeins/www.visiticeland.com