Fréttir af aðalfundi ETC
Aðalfundur Ferðamálaráðs Evrópu (ETC) stendur nú yfir á Nordica Hótel. Fundinn sækja um 60 manns og er þetta í annað sinn sem Ísland er gestgjafi.
Á fundinn eru mættir forsvarsmenn ýmissa Evrópusamtaka í ferðaþjónustu auk ferðamálstjóra aðildarríkjanna. Fundurinn hófst með ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, sem bauð fundargesti velkomna til landsins. Þá var Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra veitt heiðursviðurkenning ETC fyrir áratuga störf að evrópskri ferðaþjónustu. Magnús er meðal þeirra sem starfað hafa hvað lengst innan samtakanna, eða frá árinu 1991. Þá má einnig geta þess að fyrr í dag var Magnús kjörinn í framkvæmdastjórn ETC. Fyrsta formlega verk aðalfundar var að samþykkja með inngöngu Georgíu, sem þar með verður 38. aðildarríki ETC. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun en fleiri fréttir og myndir koma síðar.
Sturla Böðvarsson ávarpaði fundinn. | Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra veitt heiðursviðurkenning ETC. |
Georgía tekin inn í ETC. Formaður og framkvæmdastjóri ETC, Arthur Oberacher og Rob Franklin, ásamt fulltrúa Georgíu, Otar Bubashvili, en Magnús Oddsson og Sturla Böðvarsson voru einnig viðstaddir. | Um 60 manns sita aðalfund ETC. |