Fréttir af All Senses á Vesturlandi
All Senses Group ? Upplifðu allt hópurinn á Vesturlandi hittist á Hótel Glym dagana 16.-18. febrúar þar sem boðið var upp á vörukynningu, fjölbreytt námskeið og farið í skoðunarferð um Hvalfjörð og fræðst um lífið í Hvalstöðinni á árum áður.
Í frétt frá All Senses kemur fram að hópurinn vill leggja áherslu á meiri umhverfisvitund og liður í því var vörusýning þann 16. febrúar þar sem 15 fyrirtæki flest öll af Vesturlandi kynntu vörur sínar fyrir félögunum. Með því er verið að efla viðskipti innan svæðisins, minnka akstur með vörur og tryggja störf. Sýnendur og félagar voru mjög ánægðir með kynninguna.
Á þriðjudag og miðvikudag voru námskeið í sölutækni, gestamóttöku og umhverfisvænni ferðaþjónustu sem haldið var í samvinnu við Símenntunarmiðstöð Vesturlands með styrk frá Starfsmenntaráði.
Farið var í skoðunarferð um Hvalfjörð með Jóni Rafni hótelhaldara á Hótel Glym sem fræddi félaga um hernámsárin í Hvalfirði og síðan tóku húsbændur á Bjarteyjarsandi, sem eru einnig félagar í All Senses á móti hópnum í Hvalstöðinni og þar voru málin rædd frá öllum sjónamiðum, líflegar og skemmtilegar umræður.
Félagar heldu heim sáttir og endurnærðir á sál og líkama, tilbúnir að taka á móti þeim fjölmörgu ferðamönnum sem við eigum von á á næstu mánuðum, segir í fréttinni.
Á myndinni er hópurinn í Hvalstöðinni.