Frumkvöðlaverðlaun Icelandair 2007
Icelandair leitar að samstarfsaðila með hugmynd að vöru eða viðburði sem höfðað getur til erlendra ferðamanna. Vöruna eða viðburðinn þarf að vera hægt að bjóða upp á frá september 2007.
Sá er leggur fram bestu hugmyndina af þessu tagi hlýtur nafnbótina Frumkvöðull Icelandair (Icelandair Pioneer Award Winner) og verður afurðin sem slík tekin undir verndarvæng Icelandair og markaðssett erlendis á vefsíðum félagsins. Verðlaunin eru 500.000 krónur og 10 farseðlar sem gilda á leiðum Icelandair til að kynna vöruna eða viðburðinn erlendis.
Tillögum skal skila í síðasta lagi þann 22. mars 2007, á einu A4-blaði, á frumkvodull@icelandair.is eða póstsenda með utanáskriftinni:
Frumkvöðlaverðlaun Icelandair, Aðalskrifstofa Icelandair,
Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík.