Fara í efni

Fundur ferðamálastjóra Norðurlanda

MagnusOddsson
MagnusOddsson

Í liðinni viku var haldinn haustfundur ferðamálastjóra Norðurlanda. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir fundinn hafa verið gagnlegan og uppúr standi að góður árangur Íslands síðustu misserin sé farin að vekja verulega athygli erlendis.

Samstarf á ýmsum sviðum
Dagskrá fundarins var hefðbundinn að sögn Magnúsar. Farið var yfir tölfræði fyrstu 9 mánaða ársins og borinn saman árangur á markaðssvæðunum. Rædd var staðan á sameiginlegum verkefnum ferðamálaráða Norðurlanda en þau eru fyrst og fremst rekstur fyrirtækisins Scandinavian Tourism Incoperation (STI) í Bandaríkjunum og Scandinavinan Tourism Board í Asíu. Þá var farið yfir verkefni á sviði Ferðamálaráðs Evrópu (ETC) og afstöðu Norðurlandanna til þeirra en löndin standa yfirleitt sameiginlega að ákvörðunum innan ETC. "Að þessu sinni var mikið rætt um afstöðu okkar til vinnu innan ETC við sameiginlegt vefsvæði ferðamálaráða Evrópu. Vefsvæðið er hugsað á fjarmörkuðum, bæði til upplýsinga og bókunar. Fjármögnun verkefnisins er frá Evrópusambandinu en það er unnið að tillögum um rekstur," segir Magnús.

Sameiginleg markaðskönnun í Kína
Ferðamálaráð Norðurlanda hefur undanfarin ár staðið að framkvæmd ferðakaupstefnunnar Nordic Overseas Workshop (NOW) en síðasta kaupstefnan var á Íslandi í maí sl. Ákveðið var að standa ekki að fleiri NOW í bili en nýta þá fármuni sem til þess hefðu annars farið til að gera sameiginlega markaðskönnun í Kína á næsta ári.

Árangur og aðferðafærði okkar vekja athygli
Magnús segir að á undanförnum fundum hafi hlutfalslegur árangur Íslands í að auka umfangið á öllum mörkuðum vakið verulega athygli hinna ferðamálaráðanna. "Það er enn samdráttur á hinum Norðurlöndunum á meðan við kynnum um 25% aukningu í umfangi á sl. 2 árum. Starfsfólk ferðamálaráða hinna landanna hefur orðið vart við aukna markaðsvinnu Íslands og telur ótvírætt að þeir auknu fjármunir,sem hafa verið til ráðstöfunar sl. 3 ár hafi gefið okkur þetta ákveðna forskot. Þá hefur aðferðarfræðin sem við nefnum "krónu á móti krónu" vakið mikla athygli. Ekki einungis á þessum fundum heldur einnig á fundum ferðamálastjóra Evrópu," sagði Magnús.