Fyrsta ferðasýning ársins á Norðurlöndunum
Um 38.000 manns mættu á ferðasýninguna Reiseliv 2006 sem haldin var í Osló í síðustu viku. Ísland var ekki með sérstakt sýningarsvæði en Lisbeth Jensen, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í Kaupmannahöfn, sótti sýninguna og kveðst ánægð með árangurinn.
?Þá daga sem sýningin var opin fyrir fagaðila var betri næting en í fyrra þótt heldur færri kæmu þá daga sem opið var fyrir almenning. Af 38 þúsund gestum voru tæplega 10 þúsund fagaðilar og blaðamenn. Persónuleg var ég ánægð með árangurinn. Ég lagði ekki síst áherslu á að ná góðu sambandi við fjölmiðlafólk og er komin með sambönd sem ég tel að lofi góðu. Síðar á árinu eru ráðgerðir kynningarfundir fyrir norskt fjölmiðlafólk og nokkrar blaðamannaferðir til Íslands eru einnig á dagskrá,? segir Lisbeth.
Þátttaka á Reiseliv 2007 undirbúin
Dagsetningar fyrir Reiseliv 2007 hafa þegar verið ákveðnar en sýningin verður haldin í Osló dagana 11-14 janúar 2007. ?Ég hef fundið fyrir vaxandi áhuga ferðaskrifstofa sem selja ferðir til Íslands og hjá íslenskum ferðaþjónustuaðilum að við tökum höndum saman um þátttöku. Ég á því von á að við stígum það skref að bóka sýningarsvæði fyrir Ísland á sýningunni að ári liðnu en það mun skýrast betur í sumar,? segir Lisbeth.
Heimasíða Reiseliv ferðasýningarinnar