Fyrsta tölublað Icelandic Times
Út er komið fyrsta tölublað tímaritsins Icelandic Times. Útgefandi er Land og saga en í blaðinu má finna umfjöllun um menningu, hönnun, sögu og fjölda íslenskra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu.
Efnistök miða að því að kynna erlendum gestum sögu okkar og menningu í sinni fjölbreytilegu mynd. Þetta er fyrsta útgáfa Lands og sögu upp á enska tungu, en fyrirtækið hefur áður gefið út blöð um ferðaþjónustu á íslensku, undir heitinu Sumarlandið. ?Á þessum síðustu og verstu tímum er vöxtur og efling ferðaþjónustunnar hagur allra landsmanna og er því sérstakt ánægjuefni að sjá hversu fjölbreytt og skapandi starf er unnið í feðraþjónustu um land allt,? segir í kynningu á blaðinu. Icelandic Times er einnig aðgengilegt á netinu.
Icelandic Times (PDF)