Gistinætur á hótelum 1,3 milljónir á liðnu ári
03.02.2010
Gisting 2009
Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum árið 2009. Samkvæmt þeim voru gistinætur á árinu 1.333.200 talsins og fækkar lítillega frá árinu 2008. Þá voru gistinætur 1.339.900 þannig að fækkunin nemur 1%.
Á flestum landsvæðum fækkar gistinóttum á milli ára eða standa í stað. Hlutfallslega fækkar gistinóttum mest á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða en fjölgar mest á Norðurlandi og Suðurlandi. Gistinóttum Íslendinga fækkar um 10% frá árinu 2008 á meðan gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgar um rúm 2%.
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.