Fara í efni

Gistinætur heilsárshótela í ágúst

Gistinætur á hótelum í ágúst 2010-2013
Gistinætur á hótelum í ágúst 2010-2013

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í ágúst síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

5% fjölgun í ágúst 2013

Gistinætur á hótelum í ágúst voru 259.800 og fjölgaði um 5% frá ágúst í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru 89% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 5% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 3%.

Skipting eftir landssvæðum

  Gistinætur í ágúst    Fjölgun fækkun m.v. 2012
Höfuðborgarsvæðið 151.800 2%
Vesturland/Vestfirðir   15.100 24%
Norðurland 28.000 8%
Austurland 17.000 11%
Suðurland 26.100 0%
Suðurnes 11.700 19%
Samtals: 259.800 5%

 

14% fjölgun á fyrstu átta mánuðum ársins

Gistinætur á hótelum fyrstu átta mánuði ársins 2013 voru 1.466.273 til samanburðar við 1.290.063 fyrir sama tímabil árið 2012. Gistinóttum erlendra gesta hefur fjölgað um 15% samanborið við sama tímabil árið 2012 á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 9%.