Fara í efni

Gistinætur í september svipaðar á milli ára

Gisting 09_08
Gisting 09_08

Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 121.700 en voru 120.700 í sama mánuði árið 2007. Því má segja að lítil breyting sé milli ára. Það er Hagstofa Íslands sem sér um gistináttatalningar.

Fjölgun var í flestum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurlandi voru gistinætur svipaðar milli ára. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Austurlandi um rúm 20%, eða úr 4.100 í 4.900. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um rúm 19%, þar fóru gistinætur úr 9.300 í 11.100.  Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 4%, eða úr 10.300 í 10.700. Gistinætur eru svipaðar á Suðurlandi milli ára um 13.100. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum úr 83.800 í 81.900 eða um rúm 2%.

Þess má geta að á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða hafa bæst við í gagnagrunn gistináttatalningar gögn frá tveimur hótelum fyrir septembermánuð. 


Nánar á vef Hagstofunnar