Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgaði um tæp 3% milli ára
Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 157.170 en voru 153.220 árið 2004 (3% aukning). Þetta kemur fram til tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag.
Hlutfallslega varð mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 14.180 í 16.320 (15%). Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 88.980 í 91.930 (3%) milli ára og á Austurlandi úr 8.860 í 9.000 (2%). Gistinóttum á hótelum í júlí fækkaði hinsvegar á Norðurlandi (-3%) og á Suðurlandi (-3%).
21% aukning hjá Íslendingum
Í júlí árið 2005 voru gistinætur Íslendinga á hótelum 17.250 á móti 14.210 árið á undan, sem er rúmlega 21% aukning. Gistinóttum útlendinga á hótelum fjölgaði hlutfallslega minna eða um 1% milli ára, úr 139.010 í júní árið 2004 í 139.910 í júní árið 2005.