Fara í efni

Gistinóttum fjölgaði um 8,7% í febrúar

Hotelmyndir
Hotelmyndir

Hagstofan hefur gefið út tölur um fjölda gistinátta á hótelum í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt þeim voru gistinætur 49.910 talsins í nýliðnum febrúar á móti 45.940 árið 2003. Nemur fjölgunin því 8,7% á landsvísu.

Tvöföldun á Austurlandi
Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi (-12,6%) og Norðurlandi (-0,2%). Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um helming á milli ára og fór úr 1.030 í 2.170. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fóru gistinæturnar úr 2.625 í 3.390 og fjölgaði þar með um 29,2%. Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur í febrúar 38.500 en voru 36.000 í sama mánuði í fyrra, sem er 7,1% aukning. Tölur fyrir 2003 og 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.

7% aukning það sem af er árinu
Sé litið til fjölda gistinátta fyrstu tvo mánuði ársins 2004 hefur þeim fjölgað um 7% á milli ára, voru 81.690 á þessu ári samanborið við 76.310 fyrir sama tímabil 2003. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 12,9% á tímabilinu en gistinóttum útlendinga um 4,9%.

Talnaefni á vef Hagstofunnar