Fara í efni

Gistinóttum fjölgaði um 8% í apríl

gistinaetur9
gistinaetur9

Samkvæmt gistináttatalningu Hagstofunnar fjölgaði gistinóttum á hótelum í apríl síðastliðnum um 8% milli ára, voru 71.015 í apríl nú á móti 65.719 árið 2003. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi (-5,3%).

Mest var aukningin á Norðurlandi eystra og vestra en þar fóru gistinætur úr 3.432 í 4.744 milli ára, sem er rúmlega 38% aukning. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum nam aukningin tæpum 10% þegar gistinæturnar fóru úr 4.685 í 5.152 milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur á hótelum í apríl síðastliðnum 52.576 en voru 49.316 árið 2003, sem er 6,6% aukning. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um rúm 5% og fóru úr 6.732 í 7.072 milli ára. Í apríl fjölgaði gistinóttum Íslendinga á hótelum um tæp 22%, meðan gistinóttum útlendinga fjölgaði um tæp 4%.