Fara í efni

Gistnóttum í júní fjölgar um 4 þúsund á milli ára

gistinaetur19
gistinaetur19

Hagstofan hefur gefið út tölur um gistinætur á hótelum í júnímánuði síðastliðnum. Samkvæmt þeim voru gistinæturnar 101 þúsund á móti 97 þúsund í júní árið 2002. Þetta er fjölgun um 4 þúsund gistinætur eða 4%.

Fækkun fyrir norðan
Aukningin mældist mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 11%. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 9% og um 5% á höfuðborgarsvæðinu. Á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra fækkaði gistinóttum hins vegar um 1.200 eða 11% og á Suðurlandi stóð gistináttafjöldinn nánast í stað. Gistinætur Íslendinga voru um 3% færri nú í ár en í fyrra en gistinóttum útlendinga fjölgaði hins vegar milli ára um 4%. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.

Meira talnaefni er á vef Hagstofunnar.