Fara í efni

Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu fyrstu 6 mánuði ársins 2001

Aukning um 3 milljarða fyrri helming ársins.
Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans um gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu fyrri helming ársins 2001 er aukningin frá árinu 2000 rúmlega 3 milljarðar. Aukning tekna vegna eyðslu í landinu er um 1,8 milljarðar, en í fargjaldatekjum rúmlega 1,2 milljarðar.

 

  2000 2001 Breyting
Tekjur alls: 11.299 14.302 26,6%
Fargjaldatekjur: 5.038 6.274 24,5%
Eyðsla í landinu: 6.261 8.028 28,2%

Ef tekið er tillit til gengisbreytinga á milli áranna má gera ráð fyrir að raunaukningin sé um 8% í gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum á þessu tímabili miðað við sama tímabil í fyrra.

Magnús Oddsson 08.09 01.