Fara í efni

Grímsvatnagos - áhrif og aðgerðir

Gos
Gos

Að fenginni tillögu ríkislögreglustjóra ákvað ríkisstjórnin að teymi á vegum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra færi yfir það svæði sem orðið hefur fyrir mestum áhrifum af eldgosinu. Gögnum var safnað á vettvangi, mat lagt á aðstæður og tillögur settar fram um þær aðgerðir sem lagt er til að farið verði í.

Tillögurnar taka meðal annars til ferðaþjónustu og byggja að stærstu leyti á óskum hagsmunaaðila á svæðinu og niðurstöðum samráðsfunda matsteymisins.

Í teyminu voru:

  • Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra
  • Vagn Kristjánsson, lögreglumaður
  • Ólafur Loftsson, björgunarsveitarmaður sérþjálfaður í ástandsmati á hamfarasvæðum
  • Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands
  • Hildur Traustadóttir, stjórnarformaður Bjargráðasjóðs
  • Elvar Eyvindsson, bóndi og fyrrverandi sveitarstjóri Rangárþings Eystra
  • Kjartan Blöndahl, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Teymið fundaði með íbúum, sveitarstjórum, sveitarstjórnarmönnum, stjórnendum aðgerða, fulltrúum ferðaþjónustuaðila, fulltrúum björgunarsveita, fulltrúum Rauða krossins, lögreglumönnum, slökkviliðsmönnum og starfsmönnum sveitarfélaga, alls 52 aðilum. Skýrsluna í heild má nálgast hér að neðan.