Hálendisvegir að opnast þótt kalt hafi verið síðustu daga
Kalt hefur verið á hálendinu undanfarna daga og talsverð gola. Snjóað hefur sums staðar og verið næturfrost.
Hálendisvegir hafa þó verið að opnast og er nú Sprengisandsleið orðin opin um Bárðardal. Opnað hefur verið upp úr Skagafirði og inn á Sprengisandsleið um Laugafell. Enn er hins vegar lokað upp út Eyjafirði, sem og leiðir norðan Vatnajökuls á milli Öskju og Sprengisandsleiðar. Þá er lokað upp í Snæfell. Á sunnanverðu hálendinu er lokað um Fjallabaksleið-Syðri en aðrar leiðir eru opnar.
Vert er að benda á að mikill snjór er enn í Öskju og er gönguleið ofan í Víti lokuð, vegna hættulegra aðstæðna. Sama staða og síðast er á vegi frá Dreka að Vikraborgum; vegurinn í djúpum snjógöngum og síðustu 2 km að bílaplani við Vikraborgir eingöngu færir breyttum jeppum.