Hátíðarstemmning við setningu Vestnorden
11.09.2002
NonniTravel
Fólk var í hátíðarskapi við setningu Vestnorden ferðakaupstefnunnar í gærkvöld. Athöfnin fór fram í flugskýli Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli og bar ekki á öðru en fólk skemmti sér vel. Á myndinni hér að neðan er vösk sveit kvenna frá Ferðaskrifstofunni Nonna, sem hafði veg og vanda að skipulagningu Vestnorden að þessu sinni. Þær mættu prúðbúnar til setningarinnar, allar í íslenska þjóðbúningnum og vöktu verðskuldaða athygli, með Helenu Dejak í broddi fylkingar. Fleiri myndir frá þessu skemmtilega kvöldi verða birtar hér á vefnum á næstunni.