Hefur faraldurinn breytt afstöðu heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamanna?
Fimmtudaginn 28. október, kl. 12:10- 13:00 verður haldinn annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Ferðamálastofu þetta haust um áhugaverð rannsóknarverkefni á sviði ferðaþjónustu. Að þessu sinni mun Eyrún Jenný Bjarnadóttir hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) kynna niðurstöður úr rannsóknarverkefni um viðhorf heimamanna til ferðafólks og ferðaþjónustu á tímum COVID-19. Fyrirlesturinn verður í streymi beint um netið og gerður aðgengilegur á vefsíðu Ferðamálastofu í framhaldinu.
Viðhorf heimamanna vítt og breytt um landið
Verkefnið er unnið af RMF samkvæmt samningi við Ferðamálastofu. Er því ætlað að greina hvaða áhrif hrun í umsvifum ferðaþjónustu og breytt starfsumhverfi hennar hefur haft á viðhorf heimamanna til greinarinnar, þ.m.t. hvernig heimamenn hafi upplifað breytingarnar og hverju þeir finni mest fyrir. Þá er kannað hvort breytingarnar hafi haft mælanleg áhrif á viðhorf til ferðamanna og ferðaþjónustu. Um er að ræða tilviksrannsókn á fjórum stöðum á landinu; 101 Reykjavík, Ísafirði, Skútustaðahreppi og Höfn í Hornafirði. Á öllum þessum stöðum hafa áður verið gerðar rannsóknir á viðhorfi heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamanna og því áhugavert að sjá hvaða áhrif COVID-19 hefur haft.
Til að fara á fundarsvæði viðburðarins, smellið á hnappinn að neðan:
Fyrirlestur Ferðamálastofu og Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála