Fara í efni

Heiðurssætið á Bókasýningunni í Frankfurt opnar ýmsa möguleika

bokamessa_frankfurt
bokamessa_frankfurt

Í gær var fundur hjá Ferðamálastofu þar sem þátttaka Íslands sem heiðursgests á Bókasýningunni í Frankfurt árið 2011 var kynnt. Í tengslum við sýninguna gefst einstakt tækifæri til að koma á framfæri íslenskri bókmenningu, bæði við Þjóðverja og bókaheiminn allan en líka til að kynna íslenska menningu og listir almennt.

Halldór Guðmundsson og Rakel Björnsdóttir stýra verkefninu fyrir menntamálaráðuneytið og á fundinum kynntu verkefnið og þá möguleika sem í því geta falist fyrir Ísland. Fram kom að bókasýningin í Frankfurt er stærsta bókasýning og kaupstefna í heimi og sú langþekktasta.

Eitt land eða málsvæði er jafnan heiðursgestur sýningarinnar. Heiðursgesturinn notar tækifærið til að kynna rækilega bækur, höfunda og menningu sína í heild. Sú kynning fer fram bæði á sérstöku sýningarsvæði, en ekki síður í aðdraganda sýningarinnar, þar sem margvíslegar þýðingar, höfundar- og menningarkynningar eru undirbúnar og fylgir því alla jafna feiknalegur áhugi í þýskum fjölmiðlum. ?Það er ljóst að í tengslum við bókamessuna felast miklir möguleikar á margvíslegri landkynningu sem við munum skoða og móta í samvinnu við alla aðra aðila,? segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.

Heimasíða vegna verkefnisins er á slóðinni www.sagenhaftes-island.is