Herbergjanýting í apríl
04.06.2009
Hotelherbergi
Nú liggja fyrir niðurstöður aprílmánaðar úr tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar og STR-Global. Meðalherbergjanýting í Reykjavík lækkar um 1,7% á milli ára en hún er 51,1% nú miðað við 52,0% fyrir ári . Fjögurra stjörnu hótel í Reykjavík eru með 4,9% lakari nýtingu sem nú er 51,3% en var 53,9% í apríl í fyrra. Þriggja stjörnu hótel eru með 6,3% betri nýtingu sem er 53,1% nú en var 50,0% í apríl árið 2008.
Á landsbyggðinni er nýtingin 34% betri nú með 55,9% nýtingu á móti 41,7% fyrir ári.